Bæjarlið Reykjarnesbæjar

Helgi Bjarnason

Bæjarlið Reykjarnesbæjar

Kaupa Í körfu

Vegfarendur um Reykjanesbraut munu verða varir við það þegar þeir aka um land Reykjanesbæjar "Þetta er skemmtilegt verkefni. Ég hlakka til að sjá merkið á sínum stað," segir Ásmundur Sigurðsson en í vélsmiðju hans í Njarðvík er verið að leggja lokahönd á smíði skiltis með nafni Reykjanesbæjar. Stafirnir verða settir upp á Vogastapa, lýstir upp og munu blasa við vegfarendum sem aka eftir Reykjanesbrautinni í áttina að Reykjanesbæ. Stafirnir eru um tveir og hálfur metri á hæð og nafnið þannig sett upp um 22 metrar að lengd. MYNDATEXTI: Níðþungt R: Stafirnir eru úr þykku stáli og því nokkuð þungir eins og starfsmennirnir fengu að reyna á R-inu. Æ-ið er enn fyrirferðarmeira.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar