Risanót í Grindvíking - Kristinn Jóhannsson

Garðar Páll Vignisson

Risanót í Grindvíking - Kristinn Jóhannsson

Kaupa Í körfu

Fjölveiðiskipið Grindvíkingur sem er í eigu Þorbjarnar-Fiskaness er að skipta úr síldveiðum yfir á loðnuveiðar. Það var engin smá nót sem fór um borð í Grindvíking. Hún er 650 metra löng, heilir 200 metrar á dýpt og vegur 50 tonn...... Kristinn Jóhannsson, netagerðameistari hjá Krosshúsum hf., segir að mikil breyting hafi orðið á stuttum tíma í stærð loðnunóta. Á árinu 1974 hafi venjuleg loðnunót verið 280 metra löng og 90 metra djúp. Síðan hafa þessar nætur stækkað og þanist út eins og skipin, upp í að þær stærstu eru þetta 650 til 700 metra langar og 200 til 250 metra djúpar. MYNDATEXTI: Kristinn Jóhannsson netagerðarmeistari fylgdi nótinni niður á bryggju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar