Ingvar Pálsson

Skapti Hallgrímsson

Ingvar Pálsson

Kaupa Í körfu

NÝIR eigendur Útgerðarfélags Akureyringa héldu fund með starfsfólki í hádeginu í gær og fóru yfir stöðu mála, en feðgarnir Kristján Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, sem eiga útgerðarfyrirtækið Tjald í Reykjavík og KG-fiskverkun á Rifi á Snæfellsnesi, keyptu ÚA í fyrradag fyrir 9 milljarða króna. .. Ingvar Pálsson í pökkuninni hefur unnið hjá ÚA í 5 ár. "Það spruttu upp spurningar fyrst og menn hafa verið að hamast við að svara þeim," sagði hann. "Auðvitað héldum við að heimamenn myndu kaupa, þess vegna vorum við dálítið hissa þegar þetta kom upp. Flestir höfðu ekki hugmynd um hvaða menn þetta voru, en í heildina voru menn bara rólegir yfir tíðindunum," sagði Ingvar. Hann sagði að málin hefðu skýrst eftir fundinn í gær en þá hefðu eigendur kynnt sig og fyrir hvað þeir stæðu. "Ég sé ekki annað en allt sé í góðu, þetta eru duglegir menn og nú höldum við bara áfram okkar starfi, sýnum þeim að hér er gott starfsfólk," sagði Ingvar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar