Karl Bjarni Guðmundsson

Karl Bjarni Guðmundsson

Kaupa Í körfu

KARL Bjarni Guðmundsson, 28 ára sjómaður úr Grindavík, varð sigurvegarinn í keppni Stöðvar 2, Idol stjörnuleit sem fram fór í Vetrargarðinum í gærkvöld. Alls greiddu 150.000 manns atkvæði og fékk Kalli Bjarni, eins og hann er kallaður, 49% greiddra atkvæða. 1.400 manns hófu keppnina í ágúst og komust þrír þeirra í úrslit, hin voru Anna Katrín Guðbrandsdóttir, sautján ára menntskælingur, sem hlaut 19% greiddra atkvæða og Jón Sigurðsson, 26 ára starfsmaður Símans, sem hafði stuðning 32% þeirra sem greiddu atkvæði MYNDATEXTI: Kalli Bjarna, fyrsta Idol stjarna Íslands, fagnar sigrinum þegar úrslitin lágu fyrir ásamt Jóni og Önnu Katrínu, hinum keppendunum sem komust í úrslit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar