Jórunn Viðar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jórunn Viðar

Kaupa Í körfu

Það er mikil sál í þessu húsi þar sem það teygir sig tignarlega til himins á Laufásveginum. Hér fæddist Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, og hér býr hún enn. Í einu horninu stendur flygillinn, sem eflaust gæti sagt margar skemmtilegar sögur af viðureign tónskáldsins við tónlistargyðjuna, mætti hann tala. Það hefur vissulega verið skammt stórra högga á milli hjá Jórunni Viðar að undanförnu og engan bilbug á henni að finna þótt hún sé nýlega orðin 85 ára. Jórunn hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna nú í vikunni og fyrir jólin kom út geisladiskurinn Mansöngur, en á honum eru tvær ballettsvítur fyrir hljómsveit, Eldur og Ólafur Liljurós, sem Jórunn samdi á árunum 1950 og 1952, og Mansöngur fyrir Ólafs rímu Grænlendings, kórverk samið um 1960.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar