Laufásvegur 6

Jim Smart

Laufásvegur 6

Kaupa Í körfu

Hinn 24. júní 1899 selur Eiríkur Briem Casper Hertervig 23 x 25 álna lóð úr Útnorðurvelli. Casper fær leyfi til að byggja þar tveggja hæða hús, að grunnfleti 12 x 16 álnir. Húsið átti að vera í beinni línu við hús Eyvindar Árnasonar sem var númer 4 við götuna. Casper byggði ekki á lóðinni og þann 30. mars 1900 afsalar hann sér henni til Einars Helgasonar sem selur helming eignarinnar Gunnsteini Einarssyni MYNDATEXTI: Húsið var fyrst virt árið 1900 og því lýst þannig: ,,Húsið er byggt af bindingi, klætt utan með plægðum borðum, pappa og járni yfir og með járnþaki á plægðri súð með pappa í milli. Þegar þessi virðing var gerð var efri hæðin, risið og kjallari ófrágengið."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar