Ágúst Einarsson

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ágúst Einarsson

Kaupa Í körfu

Ágúst Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1962. Hann lauk B.Sc. prófi í vélaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 1988 og M.Sc. prófi í rekstrar- og iðnaðarverkfræði frá sama skóla árið 1990. Að námi loknu starfaði Ágúst hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Streng um fimm ára skeið og var þar orðinn einn eigenda þegar hann þáði boð um starf svæðisstjóra Evrópu hjá Navision Software AS í Kaupmannahöfn. Þar starfaði hann í þrjú ár við uppbyggingu dreifileiða í sjö Evrópulöndum og bar ábyrgð á söluárangri í löndunum auk þess að hafa eftirlit með rekstri dótturfyrirtækja í hverju landi. Árið 1997 lá leiðin aftur heim til Íslands þar sem Ágúst tók við starfi framkvæmdastjóra hugbúnaðar- og lausnasviðs Nýherja, sem m.a. markaðssetti SAP-viðskiptakerfið á Íslandi. Ágúst var síðast framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins TrackWell Software (Stefju), frá 1998 og allt þar til nýlega að hann flutti sig í stól framkvæmdastjóra Skyggnis. Ágúst er kvæntur Rósu Björk Jónsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar