Fjör í skautaskóla

Þorkell Þorkelsson

Fjör í skautaskóla

Kaupa Í körfu

Flestir læra sennilega að skauta upp á eigin spýtur eða með hjálp foreldra sinna eða eldri systkina. Það getur þó verið góð hugmynd, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í skautaíþróttum, að fara á námskeið í grunnatriðum skautalistarinnar. Skautafélag Reykjavíkur rekur skautaskóla í Skautahöllinni í Reykjavík bæði fyrir þá sem hafa áhuga á að skella sér í íshokkíið og þá sem vilja bara fara á skauta þegar þeim hentar. Námskeiðin í skautaskólanum eru um 45 mínútur þrisvar í viku en það fer bara eftir leikni hvers og eins hve oft hann/hún þarf að mæta í skólann. Það er sem sagt alltaf verið að fara í sömu grunnatriðin og þegar fólk er búið að ná þeim er það útskrifað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar