Camerarctica

Jim Smart

Camerarctica

Kaupa Í körfu

Fjórðu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á þessu starfsári verða annað kvöld, kl. 20 að vanda. Að þessu sinni er gestur klúbbsins tónlistarhópurinn Camerarctica sem skipaður er að þessu sinni fiðluleikurunum Hildigunni Halldórsdóttur og Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, víóluleikaranum Guðmundi Kristmundssyni og Sigurði Halldórssyni sellóleikara. Gestur þeirra á þessum tónleikum er Örn Magnússon píanóleikari. Á efnisskránni eru tvö verk, Strengjakvartett nr. 8 í c-moll, op. 110 eftir Dmítrí Sjostakovítsj frá árinu 1960 og Tríó fyrir píanó, fiðlu og selló í a-moll, op. 50 frá árinu 1882 eftir Pjotr Iljítsj Tsjajkovskí MYNDATEXTI: Hildigunnur Halldórsdóttir, Örn Magnússon og Sigurður Halldórsson. Fjarverandi voru Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Guðmundur Kristmundsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar