Smyrlahraun 4 í Hafnarfirði

Smyrlahraun 4 í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Við Smyrlahraun 4 í Hafnarfirði stendur gamalt bárujárnsklætt hús, með rauðum og hvítum gluggum. Á framhlið hússins er skilti þar sem fram kemur að húsið sé byggt árið 1925. Inn úr forstofu er komið inn í hlýlegt eldhús með panelveggjum og marrandi gólfborðum, en nýtískulegum heimilistækjum. Þar inn af er panelklædd stofa og borðstofa. Í gegnum húsið er stór múrsteinshlaðinn strompur og ef betur er að gáð nær stór stigi einnig alla leið úr kjallaranum og upp á 2. hæð. Þetta er heimili tónlistarmannanna Bryndísar Höllu Gylfadóttur og Þórðar Magnússonar og barnanna Gunnhildar Höllu 13 ára, Arnalds Gylfa sjö ára, Breka fimm ára og Kolfinnu Þallar fjögurra ára. Myndatexti: Horft inn að barnaherbergi á efri hæðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar