Öryggisfyrirtækið Meton

Jim Smart

Öryggisfyrirtækið Meton

Kaupa Í körfu

Tæki til iðnaðarnjósna eru í umferð hérlendis þótt ekki hafi frést af framandi hlerunarbúnaði á borð við rafvædda ólífu á kokkteilpinna, eins og dæmi er um erlendis. Hins vegar hafa sést hér háþróaðir pennar með innbyggðum hlerunarbúnaði sem gerir njósnara kleift að hlýða á samtöl fólks í allt að 100 metra fjarlægð. Ennfremur eru til örlitlar vídeómyndavélar sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er svo lítið beri á. Þessi tæki kosta tugi þúsunda króna, sem er þó lítið brot af verði mælitækja sem gegna því hlutverki að leita uppi hlerunartæki. Myndatexti: Örlítil myndavél sem nemur bæði hljóð og mynd. Hægt er að koma henni fyrir nánast hvar sem er og fylgjast með því sem fyrir augu og eyru ber.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar