Málefni Landspítala Háskólasjúkrahúss

Málefni Landspítala Háskólasjúkrahúss

Kaupa Í körfu

FJÖLMENNUR fundur um málefni Landspítala - háskólasjúkrahúss, sem haldinn var í Austurbæ í gær, krafðist þess að ríkisstjórnin og Alþingi endurskoðuðu fjárveitingar til sjúkrahússins. "Ljóst er að sá niðurskurður á þjónustu sem nú hefur verið ráðist í stefnir öryggi sjúklinga í hættu," segir í ályktun fundarins. "Með þessum aðgerðum stjórnvalda er verið að rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi og afleiðingarnar geta orðið mjög alvarlegar." Er því bætt við að almannahagur sé í húfi. MYNDATEXTI: Talið er að yfir sjö hundruð manns hafi sótt fund um málefni LSH í Austurbæjarbíói í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar