KB Borgartúni

Þorkell Þorkelsson

KB Borgartúni

Kaupa Í körfu

FYRSTU starfsmenn KB banka flytja í nýjar höfuðstöðvar í Borgartúni 19 í dag en ráðgert er að þar starfi á bilinu 250-280 manns. Að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka, flyst megnið af starfseminni um helgina og ráðgert að hún verði komin í fullan gang í nýju höfuðstöðvunum á mánudag. Með flutningnum verður starfsemi allra tekjusviða bankans undir einum hatti en frá því KB banki sameinaðist í maí í fyrra hafa höfuðstöðvar hans verið á tveimur stöðum. Aðalútibú bankans verður þó áfram í Austurstræti og öll miðvinnsla hans í Ármúla. Hópur tæknimanna var að störfum í Borgartúni í gærkvöld við að leggja lokahönd á frágang þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði og var þá merki bankans komið á sinn stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar