Heimili og hönnun

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heimili og hönnun

Kaupa Í körfu

GLÖS Blómastofan Eiðistorgi er þekkt fyrir að selja öðruvísi blóm og fallegar gjafavörur. Nýlega jók Kolbrún Stefánsdóttir við úrval Blómastofunnar og flytur nú inn tyrknesk teglös í öllum regnbogans litum. Glösin eru einstök og sóma sér vel með hvaða matarstelli sem er. Að sögn Kolbrúnar eru teglösin aðallega notuð undir vatn eða vín hér á landi. ,,Það er samt alltaf gaman að halda í gamlar hefðir og drekka úr glösunum ekta tyrkneskt te," segir hún. Nú er bara að láta ímyndunaraflið ráða og velja sér sem flesta liti, enda ekki seinna vænna þar sem skrauthyggjan verður allsráðandi í vor. Verðið á glösunum er 790 kr. stykkið og karafla í stíl kostar 1.980 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar