Stefán Ingi Stefánsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stefán Ingi Stefánsson

Kaupa Í körfu

Stefán Ingi Stefánsson er fæddur 1976 í Bergen í Noregi þar sem foreldrar hans voru við nám. Árið 1980 flutti hann í Hlíðarnar sem hafa ekki yfirgefið hann síðan. Stefán gekk í Hlíðarskóla, þá í Menntaskólann við Hamrahlíð og háskólanám hans fór einnig fram í Hlíðunum. "Ég var í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands, en hún var kennd í Skógarhlíð," segir hann og að nú sé hann að vinna í Skaftahlíð. Ferðalög hafa alltaf heillað Stefán og áður en hann lauk stúdentsprófi var hann skiptinemi í Costa Rica í Mið-Ameríku skólaárið 1994-1995. Eftir útskrift í Háskólanum 2001 vann Stefán við endurhæfingu sjúklinga á Grensásdeild og fannst það dásamlegur vinnustaður: Kraftaverka. Hann vann einnig sem sjúkraþjálfi á Bata í Kringlunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar