Saga Stjórnarráðs Íslands - Davíð Oddsson

©Sverrir Vilhelmsson

Saga Stjórnarráðs Íslands - Davíð Oddsson

Kaupa Í körfu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fékk í gær afhent eintök af tveimur bindum stjórnarráðssögu en ritstjóri verksins er Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur. Fjallar fyrra bindið um þróun lagalegrar umgerðar Stjórnarráðsins og innra starf þess síðustu hundrað ár en í því síðara er sögð saga sjöunda áratugarins, sem jafnan er kenndur við viðreisn í stjórnmálasögunni og áttunda áratugarins, þegar nýtt skeið hófst á grundvelli fyrstu stjórnarráðslaganna og reglugerðar um Stjórnarráðið. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson veitti viðtöku tveimur bindum af sögu Stjórnarráðsins. Við hlið Björns Bjarnasonar, formanns ritnefndar, eru Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri verksins, og Loftur Guttormsson, forseti Sögufélagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar