Grettisgata 28 og 28b

Grettisgata 28 og 28b

Kaupa Í körfu

Einar Guðmundsson steinsmiður byggði timburhúsið á Grettisgötu 28 árið 1900. Áður hafði lóðin verið mæld út undir torfbæ sem þar átti að byggja en af einhverjum sökum varð ekki af þeirri byggingu. Húsið er 6,3 m x 6,3 m að grunnfleti, einlyft með kjallara og lágu risi. Við suðurhlið þess er inngönguskúr. Myndatexti: Húsin eru alláberandi í umhverfi sínu og hafa lengi sett svip á það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar