KSÍ heiðrar - Eggert, Gunnar, Sigurjón og Bjarni

Þorkell Þorkelsson

KSÍ heiðrar - Eggert, Gunnar, Sigurjón og Bjarni

Kaupa Í körfu

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands var með móttöku í Sunnusal á Hótel Sögu sl. föstudagskvöld, þar sem þrír menn voru heiðraðir. Skagamaðurinn Gunnar Sigurðsson, forustumaður ÍA, og Sigurjón Sigurðsson, læknir landsliðsins, voru sæmdir heiðurskrossi Knattspyrnusambands Íslands, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist aðeins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sem sá um lýsingar á leikjum í ensku knattspyrnunni til margra ára, frá árinu 1968, var heiðraður fyrir framlag sitt. Hér á myndinni eru Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem hélt tölu og veitti þeir Gunnari, Sigurjóni og Bjarna viðurkenningar sínar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar