Árni Bjarnason formaður Farmanna og fiskimanna samb.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Árni Bjarnason formaður Farmanna og fiskimanna samb.

Kaupa Í körfu

ÁRNI BJARNASON, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og formaður nýstofnaðs félags, Félags skipstjórnarmanna, telur að vænlegasta leiðin til að skapa frið milli sjómanna og útgerðarmanna sé að tengja fiskverð við afurðaverðið líkt og gert er á frystitogurum og í uppsjávarfiskinum. Hann segir að þar með hverfi erfiðasti hluti samningamálanna, verðmyndunin, og menn geti snúið sér að öðrum mikilvægum málum. Árni segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að í kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna á undanförnum árum hafi ýmis mikilvæg mál orðið út undan vegna þess hve umræðan um verðmyndun á fiski hefur verið fyrirferðarmikil. Þessu þurfi að breyta og að hans mati sé bezta lausnin að laun sjómanna verði í framtíðinni reiknuð af afurðaverði þess afla sem að landi kemur. Hann segir marga útgerðarmenna sama sinnis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar