Bernd Koberling

Einar Falur Ingólfsson

Bernd Koberling

Kaupa Í körfu

Fjallvegur liðast seinfarinn upp skörðin og þaðan niður í dali. Leiðin er vörðuð líparítfjöllum sem aldrei verður lýst með orðum sem íslensk tunga hefur að geyma, bröttum hamrasölum fornu blágrýtisfjallanna, fallega grónum dölum og fossandi ám og lækjum. Það er septembermánuður og sólin brýst af og til í gegnum dumbunginn. Jeppinn hættir að hristast í hlaðinu í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, eyðifirði á norðanverðum Austfjörðum. Síst eiga ferðamenn von á því að sjá þar heimsþekktan þýskan myndlistarmann sem dreift hefur skissum um alla móa og málar og málar. Maðurinn sem hér um ræðir er Bernd Koberling og hefur hann vitjað þessara slóða í 27 ár og bundist þeim tryggðaböndum. Hann kemur hér á hverju sumri og dvelur aldrei minna en mánuð í eyðidalnum. Oftast lengur, allt að tvo mánuði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar