Snjór Egilsstaðir
Kaupa Í körfu
"ÞESSI glórulausa stórhríð skall á eins og hendi væri veifað, ég hef aldrei nokkurn tímann á ævinni séð annað eins. Það var algjört logn, svo allt í einu voru komnir þessir 25-27 metrar á sekúndu," segir Sigríður Sigurðardóttir sem sat föst ásamt vinkonu sinni Aðalbjörgu Heiði Björgvinsdóttur í bíl um 50 metra að heiman í fjóra tíma í gær. "Við vorum að keyra frá Egilsstöðum yfir í Fellabæ, þetta er um kílómetri. Svo allt í einu skellur á þessi glórulausi blindbylur." Þær festust um þrjúleytið aðfaranótt laugardags og klukkan sjö um morguninn kom björgunarsveitin þeim til bjargar á snjóbíl. "Þá vorum við nú orðnar frekar kaldar. Við vorum með eitt vettlingapar og eina úlpu, það var allt sem við vorum með. Ég var í jakka en Aðalbjörg hafði gleymt úlpunni í bílnum fyrir einhverja rælni. Bíllinn gekk illa, eftir klukkutíma hætti hann að blása heitu lofti og fór að blása köldu. Þannig að það var komið niður undir frostmark í bílnum." MYNDATEXTI: Sigríður og Aðalbjörg bíða eftir betra veðri á Hótel Héraði.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir