Rannveig Lund

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rannveig Lund

Kaupa Í körfu

"Meðal 14 ára nemenda má búast við að hjá 13% komi fram alvarlegar vísbendingar um dyslexíu," sagði Rannveig Lund í spjalli við Gunnar Hersvein en hún hefur ásamt Ástu Lárusdóttur þróað próf sem greinir veikleika er gætu bent til dyslexíu. Greiningarþjónusta, sem Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands veitti á árunum 1992-2002, var hvatning fyrir mig og Ástu Lárusdóttir til að þróa próf fyrir 14 ára unglinga, sem myndi varpa ljósi á hvort lestrar- og stafsetningarerfðleikar eru greindir sem dyslexía eða ekki," segir Rannveig Lund, fyrrverandi forstöðumaður Lestrarmiðstöðvarinnar. Þær gáfu út próf sem kallast GRP 14h. Myndatexti: Rannveig Lund: Margir verða undrandi þegar við segjum að einhver, sem ekki er lengur með lestrarerfiðleika heldur aðeins stafsetningarerfiðleika, sé með dyslexíu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar