Rimaskóli - Kokkakeppni

Jim Smart

Rimaskóli - Kokkakeppni

Kaupa Í körfu

Fyrsta kokkakeppni Rimaskóla haldin með glans Grafarvogur | Úrslitaviðureignin í fyrstu kokkakeppni Rimaskóla fór fram í gær. Þar kepptu sautján nemendur í níunda og tíunda bekk til úrslita, en heimilisfræði er kennd sem valfag í efstu bekkjum Rimaskóla. Sigur úr býtum báru tveir piltar, Daníel Jóhannsson og Egill Már Egilsson úr tíunda bekk, en þeir elduðu kjúklingabringur fylltar með sólþurrkuðum tómötum og timianristaðar kartöflur. Drengirnir hlutu í verðlaun veislu á Argentínu steikhúsi, sérvalda af meistarakokkum staðarins og hálfsárs áskrift að Gestgjafanum auk glæsilegrar gjafar frá Rimaskóla. MYNDATEXTI: Fjölhæfir strákar: Drengir lentu í þremur efstu sætunum í fyrstu kokkakeppni Rimaskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar