Grunnskólamót í handknattleik

Grunnskólamót í handknattleik

Kaupa Í körfu

Handbolti er boltinn segir Handboltasamband Íslands og hrinti af stað átaki ásamt Íþróttabandalagi Reykjavíkur til að efla veg íþróttarinnar. Um helgina 7. og 8. febrúar fór fyrsta grunnskólamótið fram þegar rúmlega 500 krakkar í 5. og 6. bekk úr skólum Reykjavíkur mættu til leiks í íþróttahúsið við Austurberg. Myndatexti: Rimaskóli var með frískt lið sem reyndi sitt allra besta. Útkoman varð þó ekki alltaf í samræmi við það en þeir stilltu sér upp fyrir mynd eftir erfiðan leik. Lítið var um bros, einn náði því þó en tók fram að það væri gervibros sérstaklega fyrir myndina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar