Deiluskipulag Lundar í Kópavogi kynnt

Deiluskipulag Lundar í Kópavogi kynnt

Kaupa Í körfu

Kópavogsbær kynnir nýjar hugmyndir danskra arkitekta að byggð í Lundi Skipulagsyfirvöld í Kópavogi kynntu í gær hugmyndir að nýrri íbúðarbyggð í Lundi. Gert er ráð fyrir mun fjölbreyttara byggingarfyrirkomulagi en kom fram í fyrri hugmyndum landeigenda, sem gerðu ráð fyrir átta turnum á svæðinu með rúmlega 450 íbúðum. Nýju hugmyndirnar gera ráð fyrir um 380 íbúðum og er byggingarsvæðið minnkað um 35.000 fermetra. Tillögurnar voru kynntar íbúum í Kópavogi á borgarafundi í Snælandsskóla í gærkvöldi. MYNDATEXTI: Rýnt í skipulagið: Sigurður Geirdal bæjarstjórii og Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar, skoða skipulagshugmyndir 3XN grannt, enda telja þeir mikilvægt að sáttt verði um nýja byggð í Lundi í Fossvogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar