Gutenberg prentsmiðja gefur Listasafni RVK bók

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gutenberg prentsmiðja gefur Listasafni RVK bók

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI af aldarafmæli sínu færir prentsmiðjan Gutenberg Listasafni Reykjavíkur að gjöf bók um sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenbergs, Friðrik I. Friðriksson prentráðgjafi og Jón Hermannsson, framleiðslustjóri fyrirtækisins, afhentu Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur, fyrsta eintak bókarinnar við athöfn í Listasafninu í gær, að viðstöddum fjölda gesta. MYNDATEXTI: Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenbergs (l.t.h.), og Friðrik I. Friðriksson prentráðgjafi (l.t.v.) afhentu Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur, fyrsta eintak bókarinnar við athöfn í listasafninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar