Furðuleikhúsið - Eins og fuglar himinsins

©Sverrir Vilhelmsson

Furðuleikhúsið - Eins og fuglar himinsins

Kaupa Í körfu

FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir í dag leikritið Eins og fuglar himinsins eftir Ólöfu Sverrisdóttur, í Álftamýrarskóla. Að sögn aðstandenda er þetta lítil og falleg leiksýning sem fjallar um traust. Anna og Gulla eru vinkonur, þótt þær séu ólíkar. Þær eru mættar á æfingu á leikriti í skólanum sínum, og ákveða að byrja á traustsæfingum meðan þær bíða eftir að æfingin byrji, og úr þeim spinnast vangaveltur um traust og trú. MYNDATEXTI: Ingibjörg Stefánsdóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar