Ulrich Hegerl

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Ulrich Hegerl

Kaupa Í körfu

TILRAUNUM til sjálfsvígs fækkaði um 25% á tveggja ára tímabili í Nürnberg í Þýskalandi þar sem forvarnarstarf gegn þunglyndi og sjálfsvígum var þróað, sem að stofni til er notað hér á landi í verkefninu "Þjóð gegn þunglyndi" sem hleypt var af stokkunum síðasta vor. Dr. Ulrich Hegerl, prófessor við læknadeild Ludwig Maximilian háskólans í Munchen, sem þróaði þetta forvarnarstarf, er meðal þeirra sem heldur erindi á ráðstefnu á vegum verkefnisins og Landlæknisembættisins í dag. Átakið hófst árið 2000 í Nürnberg þar sem um 500.000 manns búa. Safnað var upplýsingum um sjálfsvíg og tíðni sjálfsvígstilrauna í borginni og síðan unnið markvisst að því að finna einstaklinga sem þjáðust af þunglyndi og koma þeim til hjálpar. MYNDATEXTI: Dr. Ulrich Hegerl

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar