Smáratorg - Fyrirhugað byggingarsvæði

Þorkell Þorkelsson

Smáratorg - Fyrirhugað byggingarsvæði

Kaupa Í körfu

Deiliskipulagi er nú lokið fyrir fyrirhugaða 18 hæða nýbyggingu við Smáratorg í Kópavogi og framkvæmdir gætu hafizt í sumar. Magnús Sigurðsson kynnti sér þetta háhýsi, sem verður ein hæsta bygging landsins. Undirbúningur fyrir áformað háhýsi að Smáratorgi 3 í Kópavogi gengur vel og fyrir skömmu var gengið frá deiliskipulagi vegna byggingarinnar. Með því eru orðin þáttaskil og sá dagur færist nær, þegar hægt verður að hefja framkvæmdir við þetta háhýsi, sem verður 18 hæðir og því hæsta skrifstofubygging landsins. MYNDATEXTI: Horft yfir byggingarsvæðið. Það er í hjarta þess svæðis, sem gjarnan er kallað miðja höfuðborgarsvæðisins. Í baksýn eru Elkó, Rúmfatalagerinn, Bónus og Húsasmiðjan. Það er mikill áfangi, að nú er búið að samþykkja deiliskipulag að svæðinu. Það þýðir, að ekkert er að vanbúnaði fyrir því að hefja framkvæmdir, þegar réttur tími er kominn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar