Háskóla Íslands

Jim Smart

Háskóla Íslands

Kaupa Í körfu

Síðar á þessu ári tekur ný reglugerð Evrópusambandsins gildi þar sem m.a. er heimiluð leit á heimilum stjórnenda fyrirtækja þegar rökstuddur grunur er fyrir því að þar séu geymd gögn er varða brot á samkeppnisreglum. Þetta eru viðbrögð Evrópusambandins við því að í málum, sem hafa komið til kasta framkvæmdastjórnar sambandsins og varða t.d. ólögmætt samráð fyrirtækja, hafa gögn verið geymd annars staðar en í starfsstöðvum viðkomandi fyrirtækja og jafnvel á heimilum starfsmanna. Þetta kom fram í erindi Jónu Bjarkar Helgadóttur lögfræðings á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, um samkeppnismál í gær. Myndatexti: Davíð Þór Björgvinsson prófessor flytur erindi á málþingi Orators í Háskóla Íslands í gær. Snorri Stefánsson stýrði fundi en aðrir frummælendur voru Heimir Örn Herbertsson hdl. og Jóna Björk Helgadóttir lögfræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar