Eyþór Hemmert Björnsson

Hafþór Hreiðarsson

Eyþór Hemmert Björnsson

Kaupa Í körfu

FYRSTA vélsleðakeppni vetrarins var haldin á Húsavík sunnudaginn 8. febrúar. Keppt var í þremur flokkum; unglinga, sport open og pro open. Maður mótsins var 16 ára kappi frá Húsavík, Eyþór Hemmert Björnsson, sem mætti á nýjum Ski-doo 440 Racing og skákaði gömlu jöxlunum, Alexander Kára og Helga Reyni Árnasyni, sem hafa verið mjög áberandi undanfarin ár. Eyþór ekur í sport-flokki og var í unglingaflokki síðasta vetur. Alexander og Helgi Reynir voru einu keppendurnir í pro-flokknum og voru því sport- og pro-flokkarnir sameinaðir og eknir saman og vann Eyþór síðasta og næstsíðasta hítið með tilþrifum og stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Einnig má geta þess að Eyþór hefur ekið á torfæruhjólum í um tvö ár og setti Íslandsmet í langstökki á torfæruhjóli síðastliðið sumar. Stökkið mældist 35 metrar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar