Gengið um strendur

Líney Sigurðardóttir

Gengið um strendur

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Gönguklúbbsfélagar í Þórshafnar- og Svalbarðshreppi hafa haft hægt um sig í vetur en tóku til fótanna fljótlega eftir áramót þrátt fyrir rysjótta tíð og erfitt göngufæri. Þar sem það er yfirlýst stefna klúbbsins að veður skipti engu máli þá er hann stundum nefndur óveðursklúbburinn svo ætla má að miklir göngugarpar séu á ferð. Gönguleiðir eru þó oftast valdar eftir aðstæðum, veðri og færi svo sandströndin við Syðri-Brekkur var valin einn hálkudaginn. Dauða sjófugla rekur oft þarna á fjörur og í þetta sinn sáu göngugarpar mikið af dauðri langvíu á sandinum og þótti Óla Ægi Þorsteinssyni og Skúla Ragnarssyni fuglinn ekki feitur. Einhver hefur þó haft lyst á honum, því á mörgum fuglum var bringan alveg uppétin með beini og ekki ósennilegt að tófa hafi verið þar að verki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar