Saltfjall í Grindavík

Ragnar Axelsson

Saltfjall í Grindavík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VAR myndarlegt saltfjallið aftan við Guðmund Sigurðsson í vöruskemmu Saltkaupa.... enda nýbúið að taka inn salt frá Túnis og því ein þrjú þúsund tonn í skemmunni en mest getur hún rúmað 3.500 tonn af salti. Guðmundur segir að Saltkaup, sem er dótturfélag SÍF, sé að verða eina fyrirtækið sem höndli með og dreifi salti til fiskvinnslufyrirtækja hér á landi. "Saltfiskvertíðin er að byrja og við erum að afgreiða þetta frá þúsund og upp í þrjú þúsund tonn á mánuði," segir Guðmundur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar