Handbolti radarmælingar

Þorkell Þorkelsson

Handbolti radarmælingar

Kaupa Í körfu

Bikarúrslitaleikir í handbolta eru magnþrungnir viðburðir. Þá fyllist Laugardalshöllin af æstum aðdáendum tveggja liða sem smita leikmennina af þeirri djörfung og dug sem við hæfi er á stundu sem þeirri, þegar mikið er í húfi. ... KA og Fram leika einmitt til úrslita um SS-bikar karla og Haukar og ÍBV um SS-bikar kvenna á morgun, laugardag. Í tilefni af því fengum við þrjá skotföstustu menn liðanna til að reyna með sér í skothörkukeppni. Ljóst er, að boltinn yrði tekinn fyrir hraðakstur á þjóðvegum landsins, þar sem hann fór í öllum tilfellum hraðar en hraðast er leyfilegt að aka á Íslandi. Væntanlega eru sektirnar á leiðinni í boltageymsluna núna. MYNDATEXTI: Hjálmar Vilhjálmsson, sem hér sést "bomba tuðrunni" og Valdimar Þórsson voru skotharðastir Framara, náðu 111 kílómetra hraða á klukkustund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar