Hulda Arnórsdóttir

©Sverrir Vilhelmsson

Hulda Arnórsdóttir

Kaupa Í körfu

Hátíðisdagur þeirra sem fæddir eru á hlaupári Hulda Arnórsdóttir úr Reykjavík efnir venjulega til sérstaks vina- og fjölskyldufagnaðar hinn tuttugasta og níunda. "Mér finnst þetta alveg sérstök hátíð þegar ég á ekta dag. Það stendur ekkert á kortunum: "Til hamingju með platafmælið" og svoleiðis," segir Hulda, sem hefur nú haldið 19 sinnum upp á afmælið þennan dag og er 76 ára. "Þegar ég var krakki passaði mamma mín upp á það að ég ætti afmæli á hverju einasta ári og það var yfirleitt haldið upp á það daginn á undan. Á seinni árum má segja að ég hafi farið frjálslega með þetta og alltaf haldið upp á afmælið næsta heppilega dag." MYNDATEXTI: Hulda Arnórsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar