Þrjár Maríur

Þrjár Maríur

Kaupa Í körfu

Þetta er virkilega ögrandi og spennandi verkefni að fást við. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem frábært tækifæri fyrir mig til að þroska mig sem leikkonu, " segir leikkonan Kristjana Skúladóttir, en hún leikur allar Maríurnar í leikverkinu Þrjár Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, sem Strengjaleikhúsið frumsýnir í samstarfi við Borgarleikhúsið á litla sviðinu næstkomandi laugardag, 6. mars. Verkið er einleikur og því mæðir mikið á þessari ungu leikkonu, sem útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. MYNDATEXTI: María Stúart

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar