Atli Vigfússon

Kristján Kristjánsson

Atli Vigfússon

Kaupa Í körfu

Bráðabirgðaákvæði sem sett var inn í nýtt frumvarp til laga um verndun Mývatns og Laxár er umdeilt, en með því telja margir að opnað sé á möguleika á hækkun Laxárstíflu, svo sem vilji Landsvirkjunar stendur til, enda muni hækkunin leysa rekstrarvanda virkjunarinnar Treystum okkur ekki í aðra deilu Atli Vigfússon, formaður Landeigendafélags Laxár og Mývatns, er eindreginn talsmaður þess að finna lausn sem allir geti sætt sig við. Gamla Laxárdeilan markaði að hans sögn djúp spor í héraðinu: "Og ég held við treystum okkur ekki í aðra slíka deilu. Það verður að finna leið sem verður til þess að virkjunin verði hér til framtíðar en jafnframt að þeir sem eiga hagsmuna að gæta á öðrum sviðum geti einnig lifað hér í sátt." Atli sagði að horfa þyrfti til þess að um væri að ræða alþjóðlegt verndarsvæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum, en markmið hans er að bæta verndun og stjórnun mikilvægra votlendissvæða sem hafa alþjóðlegt gildi einkum fyrir fuglalíf............ MYNDATEXTI: Atli Vigfússon

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar