Nýr viðlegukantur

Líney Sigurðardóttir

Nýr viðlegukantur

Kaupa Í körfu

FLUTNINGASKIPIÐ Green Frost kom nýlega til Þórshafnar til að taka töluvert magn af frystum loðnuafurðum frá Hraðfrystistöðinni en þar sem skipið er stórt, tæpir 90 metrar á lengd og nokkuð djúprist, var ákveðið að taka það inn að nýja hafskipakantinum þar sem mesta dýpi er 9 metrar. Engir bryggjupollar eru komnir á nýja kantinn svo skipið var bundið að framan í stóra Payloader-vinnuvél en í bryggjupolla á eldri kantinum að aftan. Gott rými er þarna fyrir stór skip og gjörbreytt aðstaða þegar allri vinnu og frágangi lýkur á svæðinu. MYNDATEXTI: Green frost í höfninni á Þórshöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar