Hólabrekkuskóli

Ásdís Ásgeirsdóttir

Hólabrekkuskóli

Kaupa Í körfu

Krakkarnir í Hólabrekkuskóla iðkuðu lýðræði á þemadögum í skólanum í gær. Öllum krökkunum í skólanum var skipt í hópa og fékk hver hópur það verkefni að búa til sína eigin lýðræðislegu þjóð og land. Þegar blaðamaður og ljósmyndari litu í heimsókn í gærmorgun var nóg um að vera, og krakkar á öllum aldri unnu saman í hópum. Hver hópur bjó til sitt eigið land, fána, mynd af landinu, þjóðbúning, þjóðlag, þjóðdans og fleira. Samtals voru þjóðirnar 18, og mikið lagt upp úr lýðræði. MYNDATEXTI: Æfðu þjóðdansinn: Þessar hressu stelpur voru í óða önn að æfa þjóðdans ríkisins Mokosova.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar