Spurningakeppni Grunnskólanna

Spurningakeppni Grunnskólanna

Kaupa Í körfu

Hörkuspennandi úrslitaviðureign í spurningakeppni grunnskólanna Nema hvað? árið 2004 Breiðholtsskóli bar sigur úr bítum í úrslitaviðureign spurningakeppninnar Nema hvað? 2004, sem haldin var á miðvikudagskvöld í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Lið Breiðholtsskóla atti kappi við lið Laugalækjarskóla, og sigraði með 22 stigum gegn 16 og hlaut að launum farandgripinn Mímisbrunn. Viðureignin var hörð og voru lið beggja skóla gríðarlega sterk, en hvorugt liðið hefur áður keppt í úrslitum "Nema hvað?". Alls voru 26 grunnskólar voru skráðir til leiks í "Nema hvað?" í ár og hafa því um níutíu unglingar á aldrinum 13-16 ára lagt á sig ómælda vinnu við undirbúning keppninnar og keppt fyrir hönd sinna skóla MYNDATEXTI: Sigurinn í höfn: Liðsmenn sigurliðs Breiðholtsskóla, Vignir Már Lýðsson, Ari Gunnar Þorsteinsson og Hafsteinn Birgir Einarsson, fögnuðu vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar