Vertíðarstemning í Ólafsvík

Alfons Finnsson

Vertíðarstemning í Ólafsvík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VAR sannkölluð vertíðarstemning á bryggjunni í Ólafsvík í gær þegar bátarnir voru að koma að landi. Það var mokafli í öll veiðarfæri, dragnótabáturinn Steinunn SH kom með 35 tonn að landi, og var ýsa uppistaða aflans, en Steinunn kastaði aðeins þrisvar sinnum og í síðasta halinu voru 15 tonn. Einnig fékk dragnótabáturinn Vestri 25 tonn af ýsu í aðeins tveimur köstum og er það fullfermi hjá þeim. Mjög góður afli var hjá netabátum, allt að 20 tonnum eftir nóttina. Línubátar voru einnig með mokafla, og var þorskur uppistaðan hjá þeim. Feðgarnir Magnús og Birgir Vilhjálmsson, sem róa á Gísla SH á línu, voru með fullfermi eða sex tonn á 20 bala.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar