Æfing hjá 5. flokki Víkings í Breiðholti

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Æfing hjá 5. flokki Víkings í Breiðholti

Kaupa Í körfu

STRÁKARNIR sem æfa með Víkingi í knattspyrnu eru eins og aðrir ungir menn um allt land öflugir við æfingarnar. Þær felast þó langt í frá eingöngu í því að rekja boltann eða sparka á markið. Meira fer hugsanlega jafnvel fyrir þolæfingum af ýmsum toga. Hér eru t.d. strákarnir í fimmta flokki að þjálfa þolið með því að taka á sprett eftir vellinum. Það verður þó að bíða þolinmóður og átekta eftir því að þjálfarinn gefi merki. Síðan er ekkert því til fyrirstöðu að gefa allt í botn og þjóta af stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar