Leikhúsmógúllinn - Theater Mogul

Leikhúsmógúllinn - Theater Mogul

Kaupa Í körfu

Leikhúsmógúllinn (Theater Mogul), sem stendur að sýningum á 100% hitt eftir austurríska sálfræðinginn Bernhard Ludwig, er aðeins ríflega þriggja ára fyrirtæki. Nú þegar rekur það þó leiksýningar þvers og kruss um Evrópu og er um þessar mundir í útrás með 100% hitt. Hópmeðferð, leiksýning, uppistand Helgu Brögu, 100% hitt - sex-þerapía, hefur slegið rækilega í gegn hér á landi í haust og er húsfyllir helgi eftir helgi í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, þar sem verkið er sýnt. Framleiðendur sýningarinnar eru systurnar Sigyn og Signý Eiríksdætur hjá fyrirtækinu Theater Mogul sem á örfáum árum er orðið að leikhúsveldi sem fer kannski ekki mikið fyrir hér heima, en þeim mun meira erlendis. Höfundur 100% hitt hefur sjálfur flutt verkið á þýsku í sínu heimalandi og víðar - en fyrirtækið hefur tryggt sér sýningarréttinn á verkinu um allan heim, að þýskumælandi löndum undanskildum. MYNDATEXTI: Signý lærði stjórnmálafræði í Bandaríkjunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar