Þrjár Maríur
Kaupa Í körfu
Þrjár Maríur frumsýndar á Litla sviðinu GÓÐUR rómur var gerður að verkinu Þrjár Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur þegar það var frumsýnt á laugardaginn á Litla sviði Borgarleikhússins. Þrjár Maríur fjallar um leikkonuna Maju sem er að æfa hlutverk Maríu Stúart í samnefndu leikriti eftir Schiller og býr sig undir að leika Maríu Callas í kvikmynd. Sjálf var hún skírð María eftir Maríu Magdalenu. Um leið og skyggnst er með augum Maju inn í heim þessara þriggja María verða áhorfendur vitni að sálarstríði hennar sjálfrar og djúpum tilvistarvanda. Vöknuðu meðal margra frumsýningargesta líflegar samræður um hinn flókna og margbreytilega heim sem Sigurbjörg laðar fram í leikritinu. Þótti Kristjana Skúladóttir, sem leikur aðalhlutverkið standa sig með prýði og var höfundinum klappað lof í lófa með rífandi fagnaðarlátum í enda sýningar. MYNDATEXTI: Aðstandendur sýningarinnar taka við fagnaðarlátum fyrir glæsilega frammistöðu. Systurnar Hildur Friðleifsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Ingunn Friðleifsdóttir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir