Norðlingaholt
Kaupa Í körfu
Norðlingaholt er nýjasta hverfi Reykjavíkurborgar. Það liggur fyrir austan Seláshverfi, í austurjaðri borgarinnar. Þar mun, skv. skipulagi, rísa a.m.k. tvö þúsund og fimm hundruð manna byggð. Í hverfinu er gert er ráð fyrir grunnskóla, tveimur leikskólum, sambýli fyrir fatlaða eða aldraða og í jaðri þess er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði, sem og annarri þjónustu. Gatnagerð í þessum fyrsta áfanga í Norðlingaholti hefur seinkað nokkuð, en þó er búið að ganga frá öllum lagnakerfum og því ekkert til fyrirstöðu að hægt sé að hefja byggingarframkvæmdir. Gert er ráð fyrir því að endanlegum gatnafrágangi með malbikun gatna verði lokið í maí nk. Þarna er gott byggingarland og í næsta nágrenni eru vinsæl útivistarsvæði eins og Elliðaárdalurinn, Rauðhólar og Heiðmörk auk Elliðavatns og Rauðavatns. Því má gera ráð fyrir að almenningi þyki svæðið fýsilegt til búsetu og ásókn verði í íbúðir þar. Fyrstu húsin rísa Nú styttist í að fyrstu húsin í þessu nýjasta hverfi höfuðborgarinnar rísi því fyrsta skóflustungan hefur verið tekin að raðhúsum sem Flott hús ehf. munu reisa við Lækjarvað 2-14, en þau verða ein af fyrstu húsunum sem rísa á þessu svæði. MYNDATEXTI: Frá vinstri: Björgmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri, Guðmundur Valtýsson frá Fasteignakaupum sem sjá um sölu húsanna og Einar Már Steingrímsson byggingastjóri.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir