Aðalfundur Íslandsbanka

Jim Smart

Aðalfundur Íslandsbanka

Kaupa Í körfu

Fráfarandi formaður bankaráðs Íslandsbanka gagnrýndi Seðlabanka og Fjármálaeftirlit á aðalfundi bankans í gær *Forstjóri bankans KRISTJÁN Ragnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Íslandsbanka, gagnrýndi viðvaranir og ábendingar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, á fjölmennum aðalfundi Íslandsbanka sem haldinn var í gær. Hann sagði að þessar stofnanir ættu ekki að setja fram almennar aðfinnslur um fjármálafyrirtæki, heldur að beina þeim að þeim fjármálafyrirtækjum sem aðfinnslurnar ættu við. Hann sagði ennfremur að ef hafa ætti virkt fjármálaeftirlit þyrfti aðgerðir í stað orða. MYNDATEXTI: Kristján Ragnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Íslandsbanka, segir að af fenginni reynslu sé heppilegast að Íslandsbanki vinni að markmiðum sínum án tengsla við Landsbankann. Á myndinni eru, frá hægri, Kristján Ragnarsson, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Einar Sveinsson, nýkjörinn formaður bankaráðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar