Kynning á Mýrargötu og slippsvæði

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kynning á Mýrargötu og slippsvæði

Kaupa Í körfu

Umræðutillaga um rammaskipulag Mýrargötu og slippsvæðis kynnt GERT er ráð fyrir um 40 þúsund fermetra uppbyggingu á svæði því sem kennt er við Mýrargötu og Slippinn í Reykjavík, gangi ný tillaga að rammaskipulagi svæðisins í gegn. Tillagan, sem verður kynnt á almennum borgarafundi í BÚR-húsinu við Grandagarð 8 í dag kl. 17, hefur nú verið lögð fram sem umræðugrundvöllur í samráðsferli, þar sem leitað verður samstarfs við hagsmunaaðila og almenning vegna skipulags svæðisins. Tillagan var unnin af ráðgjafarhópi, sem í eru VA arkitektar ehf., Hönnun hf., Landmótun ehf. og Björn Ólafs arkitekt, en hópnum var komið á í kjölfar forvals á vegum Reykjavíkurborgar til að vinna að rammaskipulagi svæðisins. MYNDATEXTI: Hugmyndir kynntar: Ingibjörg Kristjánsdóttir kynnir hugmyndir ráðgjafarhópsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar