Feðgarnir Sigurður og Örn

Atli Vigfússon

Feðgarnir Sigurður og Örn

Kaupa Í körfu

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á fjósinu á Lækjamóti í Þingeyjarsveit og nú er verið að leggja lokahönd á verkið sem felst í því að ljúka við innréttingar fyrir kvígur og kálfa. Segja má að búið sé að gjörbreyta allri aðstöðu fyrir gripina auk þess sem búið er að byggja við og gera mjaltabás þar sem 10 kýr eru mjólkaðar í einu. Það eru feðgarnir Sigurður Arnarson og Örn Sigurðsson sem standa að framkvæmdunum og hafa þeir nú breytt hlöðunni og gamla básafjósinu í nýtískulegt lausagöngufjós með öllum búnaði fyrir 50 kýr. MYNDATEXTI: Í fjósinu: Feðgarnir Sigurður Arnarson og Örn Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar