Badminton

Stefán Stefánsson

Badminton

Kaupa Í körfu

STÓRÞJÓÐIR margar hefðu verið hreyknar ef þær hefðu séð hve mikið íslenskir grislingar lögðu á sig, í þeirra nafni, til að slá badmintonbolta yfir net á Akranesi - þegar hið árlega Grislingamót í badminton fór þar fram á dögunum. Samkvæmt áratuga venju er skipað í lið, eða öllu heldur lönd, sitt úr hverju félaginu og liðin síðan nefnd eftir einhverri þjóð, í þetta sinn voru merki Indlands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Íslands og Kína hafin á loft. MYNDATEXTI: Frændþjóðunum Íslandi og Noregi kom ágætlega saman. Í efri röð frá vinstri eru Mikael Páll Pálsson, María Árnadóttir, Kristín Jónasdóttir, Viktoría Rós Viktorsdóttir, Sturla Jökulsson, Hafdís Bergsteinsdóttir og Hilmar Pálsson. Í neðri röð eru Ósk Hjartardóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Ísfold Grétarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar