VISA REY CUP 2003

Stefán Stefánsson

VISA REY CUP 2003

Kaupa Í körfu

FJÖR og fótbolti voru kjörorðin á alþjóðlegu VISA REY CUP-knattspyrnuhátíðinni, sem fram fór um víðan völl í Laugardalnum um síðustu helgi. Það hefði hiklaust verið hægt að bæta við fjölbreytni, frískleiki og fínasti fótbolti - hátíðin hefði fyllilega staðið undir því. Þá er ekki bara verið að spá í úrslit einstakra leikja heldur allt sem í boði var og þegar við bættist frábært veður og skipulagning, sniðin að þörfum keppenda, varð úr mikil hátíð. MYNDATEXTI. Geislarnir eru komnir í bæinn. Í fyrra vakti athygli þegar piltar úr Austur-Húnavatnssýslu ákváðu á síðustu stundu að vera með og mættu 14 til leiks en þeir eru 19 núna og til í allt. Þeir æfa einu sinni í viku og byrjuðu í júní en þjálfarar þeirra segja þá hafa náð ágætum framförum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar